Klassískar belgískar vöfflur sem bragðast dásamlega!
Þú getur borið þær fram því sem þér þykir gott, rjómi, sulta og ber er alltaf klassæiskt en ég mæli líka með að prófa að setja hlynsíróp.
Eggin eru aðskilin í þessari uppskrift þ.e. eggjarauðurnar eru þeyttar saman við sykurinn, smjörið og allt hitt en eggjahviturnar eru þeyttar sér að stífum toppum og sem eru svo velt saman við deigið.
Kveikið á vöfflujárninu svo það sé orðið heitt þegar þarf að nota það.
Setjið eggjahvíturnar í alveg tandurhreina skál og þeytið þær þar til stífir toppar hafa myndast.
Í aðra skál setjiði eggin og sykurinn og þeytið þar til létt og ljóst, bætið þá smjörinu og mjólkinni út í ásamt vanilludropunum.
Blandið saman hveiti, sykri og lyftidufti, bætið út í blönduna og blandið saman við, allt í góðu þótt blandan sé ennþá smá kekkjótt, þeir fara á eftir.
Bætið nú eggjahvítunum saman við og veltið þeim varlega saman við deigið þar til það verður kekklaust.
Bakið deigið á vöfflujárninu í nokkrum skömmtum.
Þeytið rjóma og berið fram með vöfflurnum ásamt berjum, sultu og hlynsírópi.