Íslenskar mjólkurvörur
án laktósa

Afurðir Örnu eru framleiddar úr próteinbættri íslenskri kúamjólk. Vörurnar eru ferskar og heilnæmar, upprunnar í hreinni íslenskri náttúru og henta öllum sem neyta ferskra mjólkurafurða, en sérstaklega þeim sem hafa mjólkursykursóþol eða kjósa mataræði án laktósa.

Við leggjum mikinn metnað í að framleiða hollar, bragðgóðar og ferskar vörur fyrir viðskiptavini okkar og erum bæði stolt og þakklát fyrir þær móttökur sem við höfum fengið á íslenkum mjólkurvörumarkaði.