Arna mjólkurvinnsla

Arna sérhæfir sig í framleiðslu á heilnæmum og
bragðgóðum mjólkurvörum án laktósa.

Arna er mjólkurvinnsla í Bolungarvík á Vestfjörðum sem sérhæfir sig í framleiðslu á mjólkurvörum án laktósa. Afurðir Örnu eru framleiddar úr próteinbættri íslenskri kúamjólk. Vörurnar eru ferskar og heilnæmar, upprunnar í hreinni íslenskri náttúru og henta öllum sem neyta ferskra mjólkurafurða, en sérstaklega þeim sem hafa mjólkursykursóþol eða kjósa mataræði án laktósa.

Sagan okkar

Hugmyndin af Örnu kviknaði við eldhúsborðið heima hjá Hálfdáni, stofnanda og framkvæmdarstjóra Örnu, út frá umræðum um hversu lítið framboð væri af ferskum mjólkurvörum fyrir þann hóp af fólki sem væri með mjólkuróþol á íslenskum mjólkurmarkaði.

Markmiðin í byrjun voru meðal annars þau að geta boðið þessum hópi fólks sambærilegt úrval af ferskum laktósafríum mjólkurvörum og hægt er að fá í hefðbundnum mjólkurvörum. Við byrjuðum smátt en erum í stöðugri vöruþróun og hefur aukist talsvert í vöruúrvalið okkar síðan framleiðslan hófst árið 2013.

Við leggjum mikinn metnað í að framleiða hollar, bragðgóðar og ferskar vörur fyrir viðskiptavini okkar og erum bæði stolt og þakklát fyrir þær móttökur sem við höfum fengið á íslenkum mjólkurvörumarkaði.

Fyrstu vörurnar

Fyrstu vörurnar okkar voru AB jógúrt í dósum, Nettmjólk – nafnið á nýmjólkinni okkar í byrjun – og hrein AB mjólk.