Kakan er létt, fersk og ótrúlega bragðgóð. Mér finnst hún fullkomið mótvægi við þungu rjóma og súkkulaðitertunum og því læt ég þessa ekki vanta á veisluborðin.
Bræðið smjörið og myljið kexið í matvinnsluvél. Blandið smjörinu saman við kexið.
Smyrjið 20 cm smelluforms hring (ekki botninn) og klæðið með smjörpappír. Setjið smelluformshringinn í miðjuna á kökudisk og þrýstið kexblöndunni ofan á diskinn, setjið í frystinn á meðan kakan er græjuð.
Þeytið rjómann og blandið vanilluskyri saman við ásamt flórsykri.
Leggið matarlímsblöðin í kalt vatn þar til þau eru orðin mjúk (sækjið botninn í frystinn á meðan). Setjið þau þá í lítinn pott og bræðið þau við vægan hita. Hellið líminu út í skyr deigið og blandið strax saman við.
Hellið yfir kexbotninn og sléttið úr deiginu. Setjið inn í fyrsti í u.þ.b. 3-4 klst eða lengur.
Skreytið kökuna með berjum og jafnvel blómum ef þið viljið (muna að taka óæt blóm af kökunni áður en hún er borðuð.