Þessi gríska jógúrt kaka er silki mjúk og létt eins og ský. Það merkilega er hins vegar að hún er algjörlega með þeim hollari.
Ég sleppti því algjörlega að bæta við auka sykri í hana og því er þetta nokkur veginn það sama og að fá sér gríska jógúrt með rjóma, jarðaberjum og svolítið af oreo.
Þess vegna hentar þessi kaka mjög vel þegar eftirrétturinn á ekki að vera of sætur eins og til dæmis í barna afmælum, sem léttur eftirréttur og til að auka fjölbreytileikann í veislum.
Uppskrift og myndir frá Lindu Ben.
20 stk Oreo kexkökur (taka kremið af)
70 g smjör
1/3 dl mjólk
250 ml rjómi frá Örnu Mjólkurvörum
200 g grískt jógúrt með jarðaberja og vanillu bragði frá Örnu Mjólkurvörum
200 g grískt jógúrt með vanillu og kókos bragði frá Örnu Mjólkurvörum
2 gelatín blöð
200 g íslensk jarðaber