Heimagerð pítusósa er svo góð. Með því að gera sósuna heima sleppur maður við allskonar slæm aukaefni og rotvarnarefni.
Það kemur merkilega óvart hversu auðvelt er að gera pítusósu heima, þetta er bara grískt jógúrt, mæjónes og krydd hrært saman. Best finnst mér að gera sósuna með smá fyrirvara til að kryddin séu öll búin að ná að “fara inn í” sósuna en ég hef alveg gleymt því og það er alveg í góðu lagi líka. Gríska jógúrtið gerir sósuna svolítið léttari og betri.