Safaríkar kjúklingarbringur með sýrðum rjóma eldaðar í eini pönnu í bragðmikilli léttri rjómasósu með meðlætinu.
Þetta er réttur sem er svo einfaldur að gera, tekur aðeins 25 mín að græja og slær í gegn hjá allri fjölskyldunni, þú munt vilja gera þennann rétt! 😘👌🏻
Sósan er létt rjómasósa með fersku kikki þar sem hún inniheldur bæði rjóma og sýrðan rjóma. Meðlætið er eldað í sósunni sem gerir það að verkum að það er einstaklega bragðmikið og eldamennskan einfaldari.
Ég er svo ótrúlega spennt og glöð að Arna Mjókurvörur er komin með sýrðan rjóma! Hann inniheldur 10% fitu en áferðin er svo mjúk, létt og rjómkennd. Ég hef verið að nota hann í allar sósur sem ég hef verið að gera undanfarið og fær hann fullt hús stiga frá mér. Algjörlega fullkomin í allar sósur, heitar eða kaldar!
Uppskrift og myndir frá Lindu Ben.
3 kjúklingabringur
Salt og pipar (bæði á kjúklinginn og í sósuna)
2 msk hveiti
2 msk steikingarolía
1/2 butternut grasker
1 laukur
4-5 hvítlauksgeirar
250 ml rjómi frá Örnu Mjólkurvörum
250 ml vatn
1 kjúklingateningur
1 msk soja sósa
2 tsk eplaedik
360 g sýrður rjómi 10% frá Örnu mjólkurvörum (tvær dollur, ein til að setja í sósuna, hin til að bera fram með réttinum aukalega)
1 tsk oreganó
1/4 tsk paprikukrydd
1/4 tsk þurrkað chilí krydd
100 g Babyleaf spínat