Arna hóf framleiðslu á nýrri árstíðarbundinni jógúrt í byrjun árs en hér er á ferðinni ljúffeng jógúrt sem bragðbætt er með útlitsgölluðum íslenskum jarðarberjum sem hafa verið tekin til hliðar vegna útlitsgalla og fara því ekki í sölu. Útkoman er virkilega bragðgóð og frískandi jógúrt með jarðarberjum.
