Appelsínu og kóríander pestó með bökuðu eggaldin toppað með salatosti

Fljótlegt, einfalt og girnilegt appelsínu og kóríander persó með bökuðu eggaldin og toppað með salatosti.

Uppskrift og myndir frá Jönu. 

Innihaldsefni

1 eggaldin( Aubergine)

1 krukka salat ostur frá Arna

 

Appelsínu og kóríander pestó

Handfylli af kóríander

1 hvítlauksrif

Börkur og safi frá einni appelsínu

1 msk hempfræ

Safi frá 1/2 sítrónu

15 grænar steinlausar ólífur

Salt og pipar

4 msk saltostur í olíu frá Arna 

2 steinlausar döðlur

Aðferð

  1. Hitið ofninn í 190 gráður
  2. Skerið eggaldin í 1 cm þykkar sneiðar raðið á ofnplötu klædda með bökunnarpappír
  3. Setjið eina matskeið af salat ost ofan á hverja sneið og bakið í 25-30 mín eða þar til eggaldinið og salat osturinn eru orðin gullin
  4. Á meðan er gott að gera pestóið sem þú svo toppar eggaldinið með eftir að það er búið að bakast
  5. Allt blandað saman í góðri matvinnsluvél

Verði ykkur að góðu!

Deila uppskrift á Facebook