Ávaxta maregnsbomba sem er alveg dásamlega góð, sumarleg og sæt.
Svona marengsbombur eru svo þægilegar að gera, maður einfaldlega smellir marengsnum á smjörpappír, dreifir úr honum og býr til einskonar skál. Svo bakar maður marengsinn í ofni í 90 mín. Hægt er að gera marengsinn sjálfan daginn áður og geyma upp á borði með hreinu viskastykki yfir.
Svo býr maður til rjómafyllinguna og hellir í skálina. Svo er kakan skreytt með ávöxtum og berjum.
Uppskrift og myndir frá Lindu Ben.
4 eggjahvítur
1/4 tsk salt
1/4 tsk cream of tartar
260 g sykur
100 g rice crispies
500 ml rjómi frá Örnu Mjólkurvörum
1 mangó
3 ástaraldin
250 g smátt skorin jarðaber
50 g rifsber
Nokkur myntulauf
Hellið rjómanum ofan í marengstertuna.
Skreytið með ferskum berjum, ástaraldin og ferskri myntu.
456-5600
arna@arna.is
Kt. 440205-0460
VSK Númer. 85774
Framleiðsla og aðalskrifstofur
Hafnargötu 80, 415 Bolungarvík
Sala og dreifing
Tunguhálsi 6, 110 Reykjavík
Póstlisti
Með því að skrá þig á póstlistann okkar færðu sendar
nýjustu uppskriftir og aðrar gagnlegar tilkynningar frá Örnu.