Smyrjið eldfastmót eða kökuform sem er u.þ.b. 23 cm breitt og setjið smjörpappír í botninn.
Myljið hafrakexið og hvíta súkkulaðið í matvinnsluvél eða blandara.
Bræðið smjörið og blandið því saman við kexið, þrýstið því í botninn á kökuforminu. Setjið í frysti.
Setjið hvíta súkkulaðið í pott ásamt 100 ml rjóma og bræðið varlega saman.
Þeytið létt 250 ml rjóma og blandið hvíta súkkulaðinu saman við, þeytið þar til rjóminn er orðinn vel þeyttur.
Blandið haustjógúrtinu saman við og hellið svo ofan í kökuformið.
Setjið frosin bláber í pott ásamt sykri og hitið þar til berin eru bráðnuð. Dreifið yfir kökuna. Setjið í frystinn í u.þ.b. 1 klst, leyfið svo kökunni að ná mesta frostinu úr sér áður en hún er borin fram.