Djúsí, einfaldar og góðar kjötbollur

Hér höfum við djúsí og bragðgóðar kjötbollur sem er mjög einfalt að útbúa, tilvalið að leyfa krökkunum að hjálpa til við að útbúa. Uppskriftin og myndir eru frá Lindu Ben.

Innihaldsefni

500 g nautahakk
1 egg
1 kryddostur með pipar frá Örnu
1/4 rauðlaukur
1 hvítlauksgeiri
1/2 pakki kex (Ritz eða sambærilegt)
2 tsk ítölsk kryddblanda
Salt og pipar
250 ml rjómi frá Örnu
1 tsk nautakraftur

Aðferð

1. Setjið nautahakkið í skál ásamt eggi, rifnum pipiar kryddosti, smátt söxuðum rauðlauk og hvítlauk, Tuc kexi, kryddblöndu og salt og pipar. Hnoðið öllu vel saman og myndið bollur, u.þ.b. 25 stk.

2.Setjið um það bil msk af olíu á pönnu og steikið bollurnar á meðal hita á öllum hliðum. Hellið rjómanum á pönnuna, setjið kraftinn út í rjómann og hrærið hann saman við. Setjið lokið á pönnuna og leyfið að malla saman við vægan hita í um það bil 5-10 mín eða þar til sósan byrjar að þykkna og bollurnar eru eldaðar í gegn.

3. Berið fram til dæmis með sætum kartöflum með feta osti.

Verði ykkur að góðu!

Deila uppskrift á Facebook