Einfaldur kjúklingaréttur bakaður í einu fati í rjómasósu
Hér höfum við ótrúlega góðan kjúklingarétt sem er afskaplega einfaldur að smella saman. Hann er virkilega hollur enda inniheldur hann mikið grænmeti og próteinríkan kjúkling. Það er stundum sem fjölskylan mín er ekkert alltof spennt þegar ég segi þeim að ég sé að elda hollan mat, en þessi máltíð fór langt fram úr væntingum þeirra og hrósuðu þessum rétt mikið.
Ég vona að þessi réttur eigi eftir að slá í gegn sömuleiðis hjá þér!