Fetaosta Focaccia er einstaklega bragðgott og djúsí brauð sem erfitt er að standast. Focaccia brauðið er bakað í stóru formi með fullt af olíu og kryddum, toppað með ólífum, tómötum og salatosti. Brauðið er einstaklega mjúkt að innan með stökkri og bragðmikilli skorpu.
600 g hveiti (ég notaði 50% fínt og 50% heilhveiti)
1 tsk salt
1 dl extra virgin olífu olía
200 g salatostur frá Örnu Mjólkurvörum
2 litlir tómatar
200 g steinlausar grænar ólífur
Aðferð
Blandið þurrgerinu út i volga vatnið ásamt sykri, leyfið að standa í 2-3 mín.
Setjið hveiti og salt í skál, hellið gervatninu út í hveitið ásamt 1 dl ólífu olíu og hnoðið saman í nokkrar mín. Leyfið deiginu að hefast í klukkutíma.
Smyrjið 20×30 cm form og setjið deigið í formið, sléttið úr því að mestu og leyfið því að hefast í 30 mín í forminu. Kveikið á ofninum og stillið á 200°C, undir og yfir hita.
Gerið holur í deigið með fingrunum og hellið svo salatostinum yfir með olíunni, skerið tómatana í sneiðar og raðið yfir. Dreifið ólífunum yfir. Bakið inn í ofni í u.þ.b. 30-35 mín eða þar til holt hljóð heyrist í brauðinu sé bankað í það.