Fjólublátt brokkolísalat

Innihaldsefni

1 stór brokkolíhaus

1/4 rauðkálshaus

1 rauðlaukur

70 g furuhnetur

70 g þurrkuð trönuber

1 msk eplaedik

180 g sýrður rjómi frá Örnu Mjólkurvörum

2-3 msk mæjónes

Salt

Aðferð

  1. Skerið brokkolíið mjög smátt niður, passið að skera stilkana af brokkolíblómunum og nota bara blómin. Setjið í stóra skál.
  2. Skerið rauðkálið og rauðlaukinn smátt niður. Bætið út í stóru skálina ásamt furuhnetum og trönuberjum, eplaediki, sýrðum rjóma og 2 msk af mæjónesi.
  3. Hrærið öllu saman, kryddið til með salti og bætið við meira af mæjónesi ef ykkur finnst vanta.

Verði ykkur að góðu!

Deila uppskrift á Facebook
Arna ehf.

456-5600
arna@arna.is
VSK Númer. 85774

Framleiðsla og aðalskrifstofur
Hafnargötu 80, 415 Bolungarvík

Sala og dreifing
Tunguhálsi 6, 110 Reykjavík

Póstlisti

Með því að skrá þig á póstlistann okkar færðu sendar
nýjustu uppskriftir og aðrar gagnlegar tilkynningar frá Örnu.

Allur réttur áskilinn @ 2023