Hefur þú einhverntíman reynt að baka vatnsdeigsbollur en endað með eitthvað sem líkist meira pönnukökum heldur en bollum? Ég hef gert það! Og ég ætla að kenna þér að gera bollurnar þannig að þú munt aldrei lenda í því.
Trikkið er að sjóða smjörið og vatnið í pottinum í nokkrar mínútur og setja svo eggin út í deigið á meðan það er ennþá heitt.
Þessi vatnsdeigsbollu uppskrift gefur þér um það bil 18-20 stórar bollur. Mér finnst þægilegast að nota ísskeið til þess að setja deigið á ofnplötuna en þannig verða þær líka allar jafn stórar.
Ég hef tekið eftir því að mér finnst rjóminn frá Örnu lang bestur, bragðið af honum er örlítið léttara og sætara, því vel ég að nota hann. Ég er það mikill aðdáandi að ég er meira að segja hætt að drekka kaffi með mjólk og set bara rjóma, það er miklu betra.
Ég fyllti bollurnar með kirsuberja rjóma og örlitlum marsípan, en ég er forfallinn marsípan aðdáandi. Ef þú ert ekki á því að marsípan sé það besta í heimi þá að sjálfsögðu sleppir þú honum.
Uppskrift og myndir frá Linda Ben.
Vatnsdeigsbollur:
125 g smjör (líka hægt að nota smjörlíki)
1 msk sykur
275 ml vatn
170 g hveiti
1 tsk lyftiduft
½ tsk salt
3-4 egg
Mjúkur súkkulaðihjúpur
1 dl rjómi frá Örnu
225 g súkkulaði
Fylling:
500 ml rjómi frá Örnu
Kirsuberja sósa
100 g marsípan
2 msk flórsykur
456-5600
arna@arna.is
VSK Númer. 85774
Framleiðsla og aðalskrifstofur
Hafnargötu 80, 415 Bolungarvík
Sala og dreifing
Tunguhálsi 6, 110 Reykjavík
Póstlisti
Með því að skrá þig á póstlistann okkar færðu sendar
nýjustu uppskriftir og aðrar gagnlegar tilkynningar frá Örnu.