Hvernig hljómar að fá sér hjartalaga vatnsdeigs rjómabollur með Prinsessu tertu fyllingu á bolludaginn? Kveikjan af bollunum er að sjálfsögðu skírnarterta dóttur minnar en eins og mörg ykkar muna eftir var ég með Prinsessu tertu í skírnarveislunni hennar og hefur sú kaka varla vikið úr huga mér síðan.
Mér finnst rosalega gaman að þróa uppskriftir og allskonar hugmyndir áfram og geri sjaldan sömu uppskriftina tvisvar alveg eins. Svo þegar ég fór að leggja hugan í bleyti yfir því hvernig bollur ég ætti að gera fyrir bolludaginn datt ég niður á þá hugmynd að gera Prinsessu tertu rjómabollur. Útkoman var hreint út sagt stórkostlega góð!
Bollurnar eru fylltar með hindberjasultu, marsípani og pastry cream rjómablöndu, rétt eins og Prinsessu terta.
En ég stoppaði nú samt ekki þar með hugmyndavinnuna heldur ákvað ég að prófa að sprauta deiginu í hjarta. Ég þurfti fyrst að breyta vatnsdeigsbollu uppskriftinni lítillega svo hún héldi betur lögun við sprautun en annars var það leikur einn að sprauta deiginu í allskonar form. Ég prófaði að gera fyrst frekar stór hjörtu en gerði þau svo minni eins og þið sjáið á myndinni, bæði var mjög gott og algjört smekksatriði hvort sé betra og því leyfi ég báðum útfærslunum að njóta sín á myndinni.
Ef þið viljið þó ekki fara eins langt út fyrir kassann og ég þá er að sjálfsögðu góðu lagi að gera þær eins og venjulegar bollur. Svo ef þið eruð í tímaþröng þá er ekkert að því að kaupa tilbúnar tómar bollur og fylla þær með Prinsessu tertu fyllingunni.
Bollurnar skreytti ég með lituðu súkkulaði eða Candy Melt sem er oft notað til að hjúpa svokallaðar drip kökur. Það gerði ég vegna þess að ég vildi ekki að blóma og berja skreytingin myndi leka af eins og hún myndi gera ef ég hefði hjúpað bollurnar með glassúri. Ég fann litað súkkulaði í Hagkaup en það er eflaust til á fleiri stöðum, en ef þú lendir í vandræðum með að finna það þá er líka hægt að nota hvítt súkkulaði og hafa hjúpinn hvítann. Það gerir mjög mikið fyrir áferðina á bollunum að hafa stökkt súkkulaði utan á og gerir þær alveg ómótstæðilegar!
Uppskrift og myndir frá Lindu Ben.
Bollurnar
250 ml vatn
125 g smjör
33 g sykur
175 g hveiti
½ tsk salt
1 tsk lyftiduft
250 g egg (4-5 stk)
Fyllingin:
Hindberjasulta
300 g marsípan
500 ml nýmjólk frá Örnu Mjólkurvörum
Fræin úr 1 vanillustöng
1 egg
1 eggjarauða
100 g sykur
30 g kornsterkja/maizena mjöl
25 g smjör
½ tsk salt
400 ml rjómi frá Örnu Mjókurvörum
Litað súkkulaði t.d. Candy Melt eða Clasen
2 msk bragðlítil olía
456-5600
arna@arna.is
VSK Númer. 85774
Framleiðsla og aðalskrifstofur
Hafnargötu 80, 415 Bolungarvík
Sala og dreifing
Tunguhálsi 6, 110 Reykjavík
Póstlisti
Með því að skrá þig á póstlistann okkar færðu sendar
nýjustu uppskriftir og aðrar gagnlegar tilkynningar frá Örnu.