Köld grillsósa með kryddjurtum er mjög góð sósa með öllum grillmat, hvort sem það er með kjúkling, lambakjöti eða öðru.
Sósan er bragðmikil og fersk en líka holl og góð fyrir okkur.
Það skiptir gríðarlega miklu máli að gera sína eigin sósur heima sem eru án rotvarrnarefna og aukaefna. Svo tekur það líka enga stund að gera sósur heima og þær bragðast miklu bettur.
Ég mæli með að gera sósuna með u.þ.b. klukkutíma fyrirvara svo hún nái að taka sig og öll brögðin blandist vel saman. Sósuna getur þú geymt inn í ísskáp í 2-3 daga í lokuðu íláti.
Uppskrift og myndir frá Lindu Ben.
3 kúfaðar matskeiðar af grískri jógúrt frá Örnu Mjólkurvörum
1 hvítlauksgeiri
1 tsk hunang
7 g dill
7 g mynta
1 msk ólífu olía
Salt og pipar
456-5600
arna@arna.is
Kt. 440205-0460
VSK Númer. 85774
Framleiðsla og aðalskrifstofur
Hafnargötu 80, 415 Bolungarvík
Sala og dreifing
Tunguhálsi 6, 110 Reykjavík
Póstlisti
Með því að skrá þig á póstlistann okkar færðu sendar
nýjustu uppskriftir og aðrar gagnlegar tilkynningar frá Örnu.