Piparköku jógúrtkaka

Innihaldsefni

300 g piparkökur

100 g smjör

300 ml rjómi

460 g (2 krukkur) jólajógúrt með piparkökubragði

80 g flórsykur

Aðferð

  1. Smyrjið 22 cm smelluform, bara hringinn ekki botninn, og klæðið með smjörpappír. Setjið hringinn á kökudisk.
  2. Setjið piparkökurnar (takið nokkrar frá til að skreyta með) í matvinnsluvél og látið ganga þar til þær eru orðnar að dufti.
  3. Bræðið smjörið og blandið því saman við piparkökuduftið, blandið saman og setjið í botninn á kökudiskinn. Pressið vel niður og svolítið upp hliðarnar á kökuforminu. Setjið í frysti.
  4. Þeytið rjómann og blandið jólajúgúrtinu saman við, bætið flórsykrinum út í og hrærið.
  5. Hellið deiginu yfir botninn og setjið í fyrsti og geymið yfir nótt.
  6. Takið úr frysti og berið fram u.þ.b. 30-60 mín eftir að kakan hefur verið tekin úr frystinum. Takið smelluformið og smjörpappírinn af kökunni. Myljið piparkökurnar sem voru teknar til hliðar og skreytið kökuna.

Verði ykkur að góðu!

Deila uppskrift á Facebook
Arna ehf.

456-5600
arna@arna.is
VSK Númer. 85774

Framleiðsla og aðalskrifstofur
Hafnargötu 80, 415 Bolungarvík

Sala og dreifing
Tunguhálsi 6, 110 Reykjavík

Póstlisti

Með því að skrá þig á póstlistann okkar færðu sendar
nýjustu uppskriftir og aðrar gagnlegar tilkynningar frá Örnu.

Vörumerki Örnu:

Allur réttur áskilinn @ 2023