Próteinrík grísk jógúrt skál með hnetusmjörs og súkkulaðitoppi

Próteinrík grískt jógúrt skál með hnetusmjörs og súkkulaðitoppi

Þessi skál er algjör draumur fyrir alla sem elska hnetusmjör og súkkulaði!

Létta gríska jógúrtið frá Öru Mjólkurvörum eru algjört lostæti, hún er ennþá próteiríkari en þessi venjulega og áferðin léttari.

Gríska jógúrtið fær á sig djúsí topp með hnetum, bráðnu súkkulaði og sjávarsalti sem gefur ómótstæðilegan karamellukeim. Einföld, próteinrík og ótrúlega góð – hvort sem þú vilt fljótlegan morgunmat, millimál eða sæta eftirréttaskál sem þú getur notið með góðri samvisku.

Uppskrift og myndir frá Lindu Ben.

Innihaldsefni

200 g Létt grísk jógúrt frá Örnu Mjólkurvörum

1 tsk hunang

2-3 msk hnetusmjör

1/2 msk salt hnetur (má sleppa)

30 g dökkt súkkulaði

Sjávarsalt

Aðferð

  1. Setjið létt gríska jógúrtið í glas eða skál og blandið saman við það hunanginu.
  2. Skerið hneturnar niður og setjið ofan á gríska jógúrtið ásamt hnetusmjöri.
  3. Bræðið dökka súkkulaðið og setjið ofan á hnetusmjörið ásamt örlitlu sjávarsalti.

Verði ykkur að góðu!

Deila uppskrift á Facebook