Próteinríkar og fljótlegar grískt jógúrt beyglur
Þessar beyglur eru algjör snilld – próteinríkar, djúsí og tilbúnar á augabragði!
Þær eru bakaðar úr gríska jógúrtinu frá Örnu Mjókurvörum sem er núna komið í 1 kg umbúðum! Ég alveg elska nýju umbúðirnnar þar sem við borðum mikið af gríska jógúrtinu og ég slepp þá við að vera kaupa margar dollur, umhverfisvænna og auðveldar lífið helling.
Gríska jógúrtið gerir beyglurnar bæði hollari og þéttari, en þær eru samt á sama tíma léttar og mjúkar. Fullkomnar í morgunmat, nesti eða helgarbröns – og það besta er að þær eru gerðar úr aðeins örfáum hráefnum. Það tekur líka enga stund að gera þær, engin hefunartími eða neitt þannig, bara hræra saman og henda inn í ofn.
Prófaðu að toppa þær með rjómaosti og laxi eða smjöri, osti og jafnvel smá sultu – þær passa með öllu.
Uppskrift og myndir frá Lindu Ben.
400 g hveiti
4 tsk lyftiduft
1 tsk salt
500 ml hrein grísk jógúrt frá Örnu Mjólkurvörum
1 egg (til að pensla á beyglur)
Sesamfræ (til að setja ofan á beyglur, má sleppa eða skipta út fyrir annað)
Bakið í 22 – 25 mín eða þar til þær eru orðnar gullibrúnar.