Strangt til orðatekið eru þetta alls engar ostakökudöðlur þar sem það er enginn ostur í þeim, en bragðið af þeim líkist bara svo mikið ostaköku að það var bara ekki annað hægt en að kalla þær ostaköku döðlur.
Þær eru nefninlega fylltar með grísku jógúrti, próteini og hindberjum. Svo eru þær skreyttar með dökku súkkulaði og pistasíuhnetum til að gefa smá stökka áferð.
Ég mæli með að gera stóran skammt af þessum og geyma í frysti. Taka svo út nokkrar í einu og njóta þeirra þegar þær hafa aðeins náð að afþyðna.