Stracciatella jógúrt parfait

Stracciatella jógúrt parfait með jarðaberjum.

Hefur þú prófað nýja Stracciatella gríska jógúrtið frá Örnu Mjólkurvörum? Það er svo svakalega gott, vá! Við fáum hreinlega ekki nóg af því hér á þessu heimili.

Stracciatella er upprunalega tegund af ítölskum ís sem samanstendur af vanilluís með súkkulaðispænum. Bragðið er mjúkt og rjómakent með súkkulaði, þegar það er blandað við gríska jógúrt verður útkoman himnesk!

Uppskrift og myndir frá Lindu Ben.

Innihaldsefni

Grísk jógúrt með Stracciatella frá Örnu Mjólkurvörum

Granóla

U.þ.b. 3 stk Jarðaber

Aðferð

  1. Setjið helminginnn af jógúrtinu í botninn á fallegu glasi. Setjið granóla yfir.
  2. Skerið 2 jarðaber í sneiðar og leggið ofan á granólað. Setjið það sem eftir er af gríska jógúrtinu yfir.
  3. Toppið með meira af granóla, skerið jarðaber í 4 hluta og leggið yfir.

Verði ykkur að góðu!

Deila uppskrift á Facebook