Súkkulaði appelsínu chia með dásamlegri kaffi og súkkulaði grískri jógúrt

Hér höfum við dásamlega og holla blöndu, súkkulaði appelsínu chia með kaffi og súkkulaði grískri jógúrt. Uppskriftin er frá Jönu.

Innihaldsefni

2 dósir grísk jógúrt með kaffi og súkkulaði (400gr)

Ristaðar möndluflögur (ef vill)

Súkkulaði appelsínu chiablanda:

1 bolli mjólk að eigin vali

1/4 bolli | 40 gr chiafræ

3 matskeiðar kakóduft

1 matskeið safi úr appelsínu

1 tsk appelsínubörkur

1-2 matskeiðar hlynsíróp eða hunang

Aðferð

  1. Blandið saman öllum hráefnum í chia blöndunni í krukku eða stórt ílát, þeytið þar til blandast vel saman.
  2. Lokið og kælið í að minnska kosti klukkustund eða yfir nótt.
  3. Setjið nokkrar skeiðar af chia blöndunni í blas og setjið svo vel af kaffi og súkkulaði grísku jógúrtinni yfir.
  4. Setjið síðan annað lag af chia blöndunni og toppið svo glasið með meira af kaffi og súkkulaði grísku jógúrtinni.
  5. Á endanum er gott að toppa þessa dásemd með súkkulaðibitum/kakónibbum, smá appelsínuberki og ristuðum möndluflögum.

Verði ykkur að góðu!

Deila uppskrift á Facebook