Súkkulaði chiabúðingur toppaður með jarðarberjajógúrt

Hollur og bragðgóður chia súkkulaðibúðingur sem er toppaður með jarðarberjajógúrt.

Uppskrift og myndir frá Jönu.

Innihaldsefni

1,5 bolli mjólk

1/2 bolli chiafræ

2 msk kakóduft

2 msk hlynsíróp eða annarri sætu

1 tsk vanilla

Aðferð

  1. Öllu blandað saman í góðum blandara.
  2. Hellt í ílát sem hægt er að loka og geymið í ísskáp yfir nótt.
  3. Setjið í falleg glös og toppið svo með jarðaberja jógúrt
  4. Skemmtilegt að skreyta með ferskum berjum eða jarðaberjakurli

Verði ykkur að góðu!

Deila uppskrift á Facebook