Súkkulaðiprótein hafrabitar

Súkkulaðiprótein hafrabitar sem eru stútfullir af góðum trefjum sem gera meltingunni okkar gott. Hafrabitarnir eru einstaklega ljúffengir og sértaklega próteinríkir þar sen þeir eru gerðir úr nýja Örnu+ próteindrykknum sem innihalda 30g prótein 0g eru því frábær leið til að innbyrða góða næringu hvenær sem er dags.

Það er upplagt að geyma súkkulaðipróteinbitana í lokuðu íláti inn í skáp ef þú ætlar að njóta þeirra innan örfárra daga en annars mæli æeg með að geyma þá í frysti svo þeir haldist sem bestir. Það er því upplagt að tvöfalda þessa uppskrift, setja nokkra bita inn í skáp og smella restinni í frystinn.

Það er mjög lítill sykur í þessari uppskrift (enginn hvítur sykur en inniheldur 2 msk hlynsíró) en það kemur ekki niður á bragði þar sem hafrabitarnir innihalda maukaða banana sem gefa bæði sætu og mýkt.

Örnu+ próteindrykkirnir eru merkilega léttir próteindrykkir og virkilega bragðgóðir. Ég elska að drekka þá eina og sér eða sem drykkur með öðrum mat.

Vegna þess hve þunnir og léttir þeir eru henta þeir líka mjög vel til að baka úr, laga hafragraut úr, hella út í ískaffið eða bara hvað sem er. Ég hvet þig eindreigið til þess að prófa 😊

Uppskrift og myndir frá Lindu Ben.

Innihaldsefni

1 banani (u.þ.b. 150 g)

30 ml (2 msk) hlynsíróp

50 g kókosolía

1 egg

1 tsk vanilludropar

300 ml Arna+ próteindrykkur með síkkulaðibragði

250 g hafrar

1/2 tsk matarsódi

1/4 tsk salt

30 g rúsínur (má sleppa)

50 g pekanhnetur

Aðferð

  1. Kveikið á ofninum og stillið á 175°C, undir og yfir hita.
  2. Maukið bananann og setjið í skál ásamt hlynsírópi, bræddri kókosolíu, vanilludropum, eggi og Örnu+, blandið öllu saman.
  3. Setjið hafra, matarsóda, salt, rúsínur og saxaðar pekanhnetur út í skálina og blandið saman.
  4. Smyrjið 25×25 cm form (eða sambærilega stórt form) eða klæðið það með smjörpappír. Hellið deiginu ofan í formið og bakið í u.þ.b. 30-35 mín.
  5. Kælið og skerið í bita.

Verði ykkur að góðu!

Deila uppskrift á Facebook