Ef þú ert að leita þér að ljúffengum morgunmat sem bæði vekur þig og nærir þig þá er þetta morgunmaturinn fyrir þig. Það er upplagt að margfalda uppskriftina og gera nokkra grauta í einu að kvöldi til, eiga svo tilbúna grauta inn í ísskáp út vikuna.
Blandið saman höfrum, grísku jógúrti, smátt söxuðum döðlum og vatni í skál og blandið saman, látið standa á meðan chia lagið er útbúið.
Setjið chia fræ, vatn, kaffi, kakó, hunang og möndlusmjör saman í blandara og blandið þar til allt hefur maukast saman.
Í bolla setjið helminginn af hafrablöndunni og chiablönduna ofan á það. Setjið svo það sem eftir er af hafrablöndunni í bollann og svo það sem eftir er af chiablöndunni. Toppið með gríska jógúrtinu og sléttið úr, sigtið kakóið yfir.
Hægt er að njóta strax en líka hægt að geyma í 3-4 daga inn í ísskáp í lokuu íláti.