Sumarjógúrt

Sumarjógúrt með hindberja&sítrónubragði er nýjasta viðbótin í árstíðarbundnu vörunum okkar. Ómótstæðilegt hindberja&sítrónubragð sem kemur með sumarið til þín!

Árstíðarbundnu vörurnar okkar hafa verið skemmtileg viðbót við vöruflóruna, rjómakennd grísk jógúrt, bragbætt með ýmsum gómsætum brögðum sem passa hverri árstíð fyrir sig. Á sama tíma og við byrjum að dreifa nýju sumarjógúrtinni með hindberja&sítrónubragði í verslanir, hefst einnig sala og dreifing á sumarjógúrt með vestfirskum rabarbara sem er handtíndur í náttúrunni í kringum okkur.

Báðar sumarvörurnar verða fáanlegar í takmarkaðan tíma, eða á meðan birgðir endast.