Djúsí ostabrauðbröllur.
Þið eigið eftir að elska þessar djúsí ostabrauðbröllur en þær eru svo góðar!
Maður byrjar á því að skera brauðið að ofan í tígla, passið að skera ekki niður í botninn. Bræðið smjör og bætið út í það hvítlaukskryddi, notið skeið til að koma því alveg ofan í rákirnar á brauðinu en það er líka hægt að nota pensil. Skerið steinselju og bætið henni ofan í rifinn mozarella, troðið svo ostablöndunni alveg ofan í rákirnar. Pakkið brauðinu inn í álpappír en passið að klessa hann ekki upp við brauðið. Bakið inn í ofni fyrst með ápappírinn lokaðan en opnið hann svo til að brúna skorpuna. Berið brauðið fram heitt með pizzasósu.
Uppskrift og myndir frá Lindu Ben.
Heilt súrdeigsbrauð eða ítalsktbrauð
150 g smjör
1 msk hvítlaukskrydd
230 g rifinn mozarella frá Örnu Mjólkurvörum
1/2-1 dl fersk steinselja söxuð niður
1-2 dl pizzasósa