Bbq kjúklinga pizza

Hér höfum við ljúffenga bbq kjúklinga pizzu sem er afar einföld og bragðgóð allt í senn!

Uppskrift og myndir frá Lindu Ben.

Innihaldsefni

Pizzadeig

BBQ sósa (ég notaði þessa frá Nicolas Vahé)

1 poki rifinn mozzarella frá Örnu

1 forlelduð kjúklingabringa

½ rauð paprika

¼ rauðlaukur

Piparostur frá Örnu

Brauðstanga olía 

Kóríander (má sleppa)

Aðferð

  1. Kveikið á ofninum og stillið á 220°C.
  2. Fletjið pizzadeigið út og setjið bbq sósu á botninn. Deifið rifna ostinum á botninn.
  3. Skerið kjúklingabringuna, paprikuna og laukinn niður, dreifið yfir.
  4. Rífið piparostinn niður og dreifið yfir.
  5. Bakið í u.þ.b. 10-15 mín eða þar til osturinn er bráðnaður og kantarnir aðeins byrjaðir að brúnast.
  6. Penslið brauðstanga olíunni yfir kantana og setjið kóríander yfir áður en pizzan er borin fram.

Verði ykkur að góðu!

Deila uppskrift á Facebook