Hér höfum við dásamlega ljúffengt french toast eða franskt eggjabrauð með jarðaberjum og sítrónu, alveg ótrúlega góður morgunmatur.
Það er upplagt að nota nokkura daga gamalt brauð til að gera french toast því það dregur vökvann svo vel í sig og skilar sér í extra djúsí eggjabrauði.
Setjið egg og mjólk í skál ásamt vanilludropum og kanill, hrærið öllu vel saman.
Leggið eina brauðsneið í einu ofan í blönduna og leyfið henni að draga í sig vökvann. Á meðan hún er að drekka í sig vökvann, kveikið þá undir “non-stick” pönnu og stillið á meðal hita, setjið smjör eða olíu á pönnuna. Steikið brauðið á pönnunni í u.þ.b. 3-4 mín á hvorri hlið. Á meðan brauðið er á pönnunni setjið þá næstu brauðsneið ofan í eggjablönduna og leyfið henni að draga í sig vökvann.
Skerið niður jarðaber og setjið ofan á steikta brauðið og rífið sítrónubörk yfir. Dreifið flórsykri yfir.