Kanilsykurs bollakökur með glassúr

Þetta eru ótrúlega góðar bollakökur, dúna mjúkar með krönsí toppi og ljúfu kanil bragði.

Uppskrift og myndir frá Lindu Ben.

Innihaldsefni

Krönsí toppur

30 g smjör

30 g hveiti

25 g sykur

1/4 tsk kanill

Bollakökur

120 g smjör

150 g sykur

100 g púðursykur

2 egg

1 tsk vanilludropar

350 g hveiti

3 tsk lyftiduft

1/2 tsk salt

200 ml AB-mjólk

Kanilsykur

2 msk sykur

1 tsk kanill

Glassúr

100 g flórsykur

1 msk vatn

 

Aðferð

  1. Byrjið á því að útbúa krönsí toppinn með því að bræða smjör og bæta út í það hveiti, sykri og kanil. Hræra saman og leyfa því að stirna á meðan kökurnar eru útbúnar.
  2. Þeytið saman smjör, sykur og púðursykur þar til létt og ljóst, bætið þá út í eggjunum, eitt í einu og þeytið vel á milli. Blandið vanilludropunum saman við.
  3. Í aðra skál blandið saman hveiti, lyftidufti og salti, bætið því út í eggjablönduna ásamt súrmjólk og hrærið saman þar til samlagað.
  4. Takið stór pappírs muffinsform og raðið í muffins álbakka, fyllið hvert form upp 2/3.
    Hrærið saman sykur og kanil, setjið 1/2 tsk af kanilsykri ofan í miðjuna á hverri köku. Myljið krönsí toppinn yfir bollakökurnar og bakið inn í miðjum ofni við 200°C í u.þ.b. 20 mín eða þar til þær eru bakaðar í gegn.
  5. Blandið saman flórsykri og vatni í skál, (þið gætuð þurft að setja örlítið meira af vatni eða flórsykri til þess að fá áferðina þykkfljótandi), dreifið yfir kökurnar.

Verði ykkur að góðu!

Deila uppskrift á Facebook