“Ég gerði þennan rétt á afmæli dóttur minnar en hún eeeeelskar pasta. Fyllt pasta með rjómasósu er þar í sérstaklega miklu uppáhaldi, enda einstaklega djúsí og lystugur matur.
Þessi einfaldi og fljótlegi pastaréttur inniheldur sveppi og brokkolí í bragðmikilli rjómasósu, toppaður með stökkri serrano skinku og fersku basil. Ég er alveg viss um að þessi réttur eigi eftir að slá í gegn á þínu heimili.” – Uppskrift og myndir frá Lindu Ben.
500 g tortelini fyllt með skinku
1 msk smjör (sett á pönnuna í nokkrum skömmtum)
1 shallot laukur
3 hvítlauksrif
250 g sveppir
200 g brokkolí
500 ml rjómi
75 kryddostur með beikon og papriku frá Örnu Mjólkurvörum
60 g Serrano skinka
Salt og pipar
1 tsk oreganó
1 tsk soja sósa
Ferskt basil
Parmesan