Matcha frosið prótein nammi, frábærir í orku og próteinríkur jógúrt börkur/ bitar til að eiga í frysti.
Uppskrift og myndir frá Jönu.
Innihaldsefni
400 ml karamellu & peru grísk jógúrt @arna
1 msk Kollagen duft (má sleppa)
1 tsp matcha duft
Toppað með söxuðum pistasíum
Aðferð
Hrærið vel saman grísku jógúrtina, kollagen dufti og Matcha dufti.
Dreifið úr blöndunni á bökunnarpappírs klætt bretti/disk sem passar í þinn frysti, dreifið svo pistasíunum og frystið í um 3-4 klukkustundir eða yfir nótt.
Takið úr frysti og skerið í hæfilega bita, frystið í lokuðu boxi.