Próteinríkur eftirréttur

Dásemdar eftirréttur sem er saðsamur, ferskur og fullur af hágæða próteinum.
Uppskrift og myndir frá Jönu.

Innihaldsefni

2 dósir Kaffi & súkkulaði grísk jógúrt

Nokkur jarðaber skorin í litla bita

50 gr gæða dökkt súkkulaði

Aðferð

  1. Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði
  2. Hrærið upp í grísku jógúrtinni setjið í tvö falleg glös eða eftiréttarskálar.
  3. Stráið ferskum jarðaberja bitum yfir og því næst toppið með bræddu súkkulaði

Verði ykkur að góðu!

Deila uppskrift á Facebook