Mjúkar og flöffí smákökur með jarðaberjum og hvítu súkkulaði. Ef þú elskar mjúkar smákökur þá máttu alls ekki láta þessar framhjá þér fara, þær eru algjörlega æðislegar!
Gríska jógúrtið með jarðaberjunum og vanillunni gerir þær svona ljoftmiklar og mjúkar, á sama tíma sem það gefur kökunum þetta dásamlega jarðaberjabragð.
Dásamlegar smákökur sem eru eflaust ólikar þeim sem þú hefur smakkað áður.
Uppskrift og myndir frá Lindu Ben.
100 g mjúkt smjör
150 g sykur
1 msk síróp
1 egg
150 g grískt jógúrt með jarðaberjum og vanilu frá Örnu mjólkurvörum
250 g hveiti
1 tsk lyftiduft
½ tsk matarsódi
¼ tsk salt
150 g hvítt súkkulaði