Djúsí ostapasta með nautahakki

Hér höfum við einstaklega djúsí penne pasta, nóg af rjóma og bræddum osti.

Uppskrift og myndir frá Lindu Ben.

Innihaldsefni

300 g penne pasta

500 g nautahakk

1/2 laukur

4 hvítlauksgeirar

2 gulrætur

250 g sveppir

Salt og pipar eftir smekk

1 tsk oreganó

1/4 tsk rósmarín

1/2 tsk basil

350 g pastasósa

250 ml rjómi frá Örnu Mjólkurvörum

75 g hvítlauks kryddostur frá Örnu Mjólkurvörum

230 g rifinn mozzarella ostur frá Örnu Mjólkurvörum

Ferskt basil (má sleppa)

Aðferð

  1. Kveikið á ofninum og stillið á 200°C, undir og yfir hita.
  2. Sjóðið pastað samkvæmt leiðbeiningum.
  3. Skerið laukinn og setjið hann á pönnu og steikið létt. Bætið nautahakkinu, rifnum hvítlauksrifum, smátt sneiddum gulrótum og sveppum á pönnuna og steikið þar til eldað í gegn.
  4. Bætið kryddunum út á pönnuna.
  5. Bætið pastasósunni og rjómanum á pönnuna, hrærið saman og látið malla í smá stund.
  6. Rífið hvítlauksostinn út á pönnuna og látið malla þar til hann hefur bráðnað saman við.
  7. Dreifið mozzarella yfir og bakið inn í ofni í u.þ.b. 15 mín eða þar til osturinn er byrjaður að gyllast.

Verði ykkur að góðu!

Deila uppskrift á Facebook