Lúffengar og próteinríkar skyr brauðbollur.
Hér höfum við alveg einstaklega ljúffengar brauðbollur þar sem aðal innihaldsefnið er skyr!
Það gæti komið ykkur mörgum á óvart hversu ótrúlega góðar þessar bollur eru. Þær eru virkilega mjúkar og rakamiklar, alveg dásamlega góðar með smjöri, osti og gúrkusneiðum.
Ekki skemmir hversu hollar þessar bollur eru, algjör næringar bomba!
Bollurnar innihalda m.a. haframjöl, egg, skyr, hörfræ og graskersfræ en við vitum öll hve holl þau innihaldsefni eru og í raun óþarfið fyrir mig að telja það upp.
Það er eiginlega ótrúlegt hversu einfalt það er að gera þessar bollur, maður einfaldlega smellir öllum innihaldsefnunum saman í skál eða blandara (skál ef maður vill hafa bollurnar grófar en blandara ef maður vill áferðina mjúka, ég set deigið í blandara), smellir svo deiginu á ofnskúffu og bakar í 20 mín. Það þarf ekki að hefa og ekkert vesen, algjör snilld!
Uppskrift og myndir frá Lindu Ben.
600 g haframjöl
500 g hreint skyr frá Örnu Mjólkurvörum
6 egg
3 tsk matarsódi
1 ½ tsk salt
2 msk hunang
2 msk hörfræ
Graskersfræ sem skraut