Próteinríkur döðlubörkur – hollustunammi

Próteinríkur döðlubörkur – hollustunammi.

Það er ekki oft sem ég deili “viral” uppskriftum hér inni. Það gerist aðeins þegar mér finnst vanta eitthvað alveg sérstakt í uppskriftirnar sem ég bara verð að fá að deila með ykkur.

Það hafa örugglega mjög margir séð svona döðluberki verið deilt á samfélagsmiðlum en þá eru ferskar döðlur fyrstar með hnetusmjöri og súkkukaði.

Ég varð að sjálfsögðu að prófa þetta líka og get ég vottað að þetta er mjög gott. En ég hugsaði strax að þetta væri örugglega ennþá betra með vanilluskyri á milli, þannig nær maður próteininnihaldinu upp og skyrið verður smá svona eins og ís á milli. Útkoman er alveg svakalega góð!

Ég hef nú þegar gert nokkra svona döðluberki heima og þeir rjúka alltaf strax út. Ég sker minn börk í bita, raða í box og geymi í frysti. Svo tek ég nokkra bita út í einu, leyfi mesta frostinu að fara úr þeim (ca. 1-2 mín) og borða svo.

Uppskrift og myndir frá Lindu Ben

Innihaldsefni

35 ferskar döðlur

170 g Örnuskyr með vanillu

170 g gróft hnetursmjör

100 g dökkt súkkulaði

Aðferð

  1. Fjarlægjið steinana úr döðlunum og leggið þær “opnar” á smjörpappírs örk. Raðið döðlunum 5 stk á breiddina og 7 stk á lengdina. Setjið svo aðra smjörpappír örk yfir og notið kökukefli til að fletja döðlurnar niður. Fjarlægið efri smjörpappírs örkina.
  2. Smyrjið hnetusmjöri yfir döðlurnar.
  3. Smyrjið skyri yfir hnetusmjörið. Setjið inn í frysti.

    Bræðið súkkulaði og dreifið yfir skyrið og setjið afftur inn í frysti í a.m.k. 1 klst. Brjótið eð

Verði ykkur að góðu!

Deila uppskrift á Facebook