Próteinríkt og sykurlaust bananabrauð sem bragðast dásamlega! Uppskriftin og myndir eru frá Lindu Ben.
Innihaldsefni
3 vel þroskaðir bananar
60 g brætt smjör
1 egg
1 tsk vanilludropar
250 g hveiti
1 tsk salt
1 tsk matarsódi
1 tsk kanill
170 g Örnuskyr með vanillu
50 g pekanhnetur + meira til að setja ofan á brauðið ef þið viljið
Aðferð
Stillið ofninn á 175ºC.
Bræðið smjörið og kælið það niður.
Setjið bananana í hrærivélina og hrærið þangað til þeir eru fullkomlega maukaðir.
Hellið smjörinu út í banana ásamt eggi og vanilludropum.
Blandið saman í aðra skál hveiti, salti, matarsóda og kanil.
Blandið því saman við bananablönduna og hellið skyrinu svo út í hægt og rólega.
Saxið pekanhneturnar niður og bætið þeim út í deigið.
Hellið deiginu í brauðform sem hefur verið klætt með smjörpappír. Ef þið viljið þá getið þið sett pekanhnetur og kanil ofan á brauðið sem skraut en þið megið sleppa því.
Bakið brauðið í um það bil 45 mín eða þangað til brauðið er bakað í gegn.