Haustjógúrtin frá Örnu er fáanleg í verslunum um land allt í takmarkaðan tíma. Haustjógurtin er í grunnin grísk jógúrt sem við bragðbætum með nýtíndum íslenskum aðalbláberjum sem vaxa í fjallhlíðunum í kringum okkur hér fyrir vestan. Útkoman er algjört góðgæti og er varan mikið tilhlökkunarefni hjá mörgum ár hvert.
