Haustjógúrtin er komin í verslanir
Nú er haustið á næsta leiti og berjailmurinn orðinn ríkjandi í vinnslusalnum hjá okkur hérna í Bolungarvík. Við höfum hafið framleiðslu á haustjógúrtinni okkar með íslenskum aðalbláberjum Það er okkur mikil ánægja að tilkynna að haustjógúrtin verður nú aftur fáanleg í fallegri glerkrukku og nú með nýju og endurbættu útliti Haustboðinn ljúfi verður fáanlegur í […]
Kakómjólk frá Örnu er komin í verslanir
Við svörum kallinu! Það er okkur virkilega sönn ánægja að kynna á markað nýja vöru, sem mikið hefur verið spurt um í gegnum árin og er nú orðin að veruleika! Kakómjólk án laktósa frá Örnu er fáanleg í verslunum um land allt Hlýjar kveðjur frá Bolungarvík!
Sumarjógúrt
Sumarjógúrt með hindberja&sítrónubragði er nýjasta viðbótin í árstíðarbundnu vörunum okkar. Ómótstæðilegt hindberja&sítrónubragð sem kemur með sumarið til þín! Árstíðarbundnu vörurnar okkar hafa verið skemmtileg viðbót við vöruflóruna, rjómakennd grísk jógúrt, bragbætt með ýmsum gómsætum brögðum sem passa hverri árstíð fyrir sig. Á sama tíma og við byrjum að dreifa nýju sumarjógúrtinni með hindberja&sítrónubragði í verslanir, […]
ARNA+heilsuvörulína
Við kynnum nýja heilsuvörulínu á markað, ARNA+. ARNA+ er vörulína sem verður samsett af vörum frá Örnu sem hafa aukalega heilsusamlega kosti og viðbætur… eitthvað meira, eitthvað PLÚS. Fyrsta varan á markað eru ÖRNU+ próteindrykkirnir sem eru fáanlegir í þremur bragðtegundum, jarðarberja-, súkkulaði- og kaffibragði. Í hverri fernu af ÖRNU+ próteindrykkjum eru 30g af próteini. […]
Haustjógúrtin er komin í verslanir
Nú ilmar vinnslusalurinn hjá okkur í Bolungarvík af berjailmi og haustboðinn ljúfi, haustjógúrtin okkar góða er komin í verslanir um land allt. Sem fyrr er haustjógúrtin bragðbætt með íslenskum aðalbláberjum og verður fáanleg á meðan berjabirgðir endast inn í haustið. Það er því um að gera að næla sér í dós í næstu verslun.
Sumarjógúrtin komin í verslanir
Það er kominn sumarilmur í vinnsluna hjá okkur, rabarbarailmurinn er allsráðandi og framleiðsla á sumarjógúrtinni okkar er hafin. Sumarjógúrtin er eins og fyrri ár bragðbætt með handtýndum vestfirskum rabarbara og útkoman er silkimjúk og gómsæt jógúrt í fallegri 230g glerkrukku. Krukkuna er tilvalið að geyma, taka límmiðan af og endurnýta með ýmsum hætti, hvort sem […]
Ljúffengt kaffiskyr komið á markað
Arna hefur í samstarfi við fyrirtækið Te & kaffi hafið framleiðslu á nýrri kaffiskyrlínu. Um er að ræða einstaklega vel heppnaða skyrlínu sem samanstendur af þremur bragðtegundum af ljúffengu og einstaklega mjúku skyri. Bragðtegundirnar eru kaffi&vanilla, kaffi&karamella og kaffi&jarðarberja. Við erum einstaklega stolt af þessu samstarfsverkefni en skyrið er væntanlegt í verslanir um land allt […]
Primus próteinvatn er komið aftur í verslanir
Það er okkur mikil ánægja að tilkynna að Primus próteinvatn er aftur fáanlegt í verslunum eftir framleiðsluhlé. Við hvetjum því alla sem eru að leita sér að fljótlegum og góðum próteingjafa til þess að næla sér í dós af Primus, en bragðtegundirnar sem eru fáanlegar eru epla, appelsínu og sítrónu. Primus próteinvatn fæst í verslunum […]
Hafraskyrið komið í verslanir
Hafraskyrið frá Veru er nú komin í verslanir. Hafraskyrið inniheldur hátt hlutfall próteina úr höfrunum sjálfum og er án bindiefna og annarra þykkingarefna sem oft eru notuð í sýrðar afurðir úr plöntumjólk. Hafraskyrið er fáanlegt í þremur bragðtegundum, jarðarberja, bláberja og lime & kókos og fleiri bragðtegundir eru væntanlegar innan síðar.
Grísk jógúrt með kaffi og súkkulaðibragði hlaut heiðursverðlaun
Við tókum þátt í International Food Contest 2022 sem fram fór í Herning í Danmörku nú á dögunum. Meðal þátttakenda eru fjölmörg evrópsk mjólkursamlög og fjöldinn allur af afburða góðum og flottum vörum sem taka þátt. Gríska jógúrtin okkar með kaffi og súkkulaðibragði var valið besta jógúrt keppninngar og hlaut þar af leiðandi sérstök heiðursverðlaun […]