Grísk jógúrt í 1kg fötum

Hreina gríska jógúrtin frá Örnu er nú fáanleg í 1 kg fötum, fyrir þá sem vilja meira!

Á sama tíma kom á markað Létt grísk jógúrt, sem er 4% feit og einnig óbragðbætt í 1 kg fötum. Áferðin er létt og silkimjúk og hentar eins og feitari gríska vel í ýmsa matargerð, jógúrtskálar og hvað sem hugurinn girnist.

1 kg föturnar eru báðar fáanlegar í verslunum um land allt.