Avocadó sósa sem slær alltaf í gegn

Þessa dásamlegu avocadó sósu er hægt að nota á ótal marga vegu og nefnir Linda nokkar:

Sem ídýfu með snakki
Sem sósu á taco´s
Á hamborgara
Salatdressing
Sem álegg á brauð
Ídýfa með niðurskornu grænmeti
…..og fjölmargir aðrir möguleikar, látið hugmyndaflugið ráða!

Uppskriftin er frá Lindu Ben.

Innihaldsefni

2 avocadó
2 hvítlauksgeirar (eða 3 litlir)
3 msk hrein grísk jógúrt frá Örnu
1 lítið búnt kóríander
Safi úr 1 lime
Salt og pipar

Aðferð

  1. Blandið öllu saman í matvinnsluvél.
  2. Setjið í fallega skál og skreytið með lime sneiðum og kóríander.

Verði ykkur að góðu!

Deila uppskrift á Facebook