Jólajógúrt parfait með kanilkexi og eplum

Innihaldsefni

2 krukkur jólajógúrt frá Örnu
1 rautt epli
Örlítill sítrónusafi
u.þ.b. 10 LU Bastogne kanil kexkökur
u.þ.b. 4 msk dökkir súkkulaðidropar

Aðferð

  1. Myljið kexkökurnar niður, passið að mylja þær ekki of fínt, það eiga að vera frekar grófir bitar líka í mulningnum. Setjið 1 msk af mulningi í botninn á hverju glasi, fallegt að láta kexið sjást í hliðunum.
  2. Skerið eplið smátt niður og kreistið sítrónu yfir til þess að koma í veg fyrir að eplið oxist og verði brúnt.
  3. Setjið u.þ.b. ½-1 msk af eplabitum í glasið og nokkra súkkulaðidropa.
  4. Skiptið gríska jólajógúrtinu á milli glasanna.
  5. Skreytið glösin með eplabitum, súkkulaðidropum og restinni af kanilkexinu.

Verði ykkur að góðu!

Deila uppskrift á Facebook
Arna ehf.

456-5600
arna@arna.is
VSK Númer. 85774

Framleiðsla og aðalskrifstofur
Hafnargötu 80, 415 Bolungarvík

Sala og dreifing
Tunguhálsi 6, 110 Reykjavík

Póstlisti

Með því að skrá þig á póstlistann okkar færðu sendar
nýjustu uppskriftir og aðrar gagnlegar tilkynningar frá Örnu.

Vörumerki Örnu:

Allur réttur áskilinn @ 2023