Bananabrauð með grískri jógúrt

Girnilega uppskrift af berjapróteinboosti frá Jönu sem er stútfullur af góðri næringu. Þennan verðið þið að prófa.

Innihaldsefni

2 bollar hveiti (hægt að nota möndlumjöl eða hvaða hveiti sem er)
1/2 bolli sykur
1/4 bolli púðursykur
1 tsk matarsódi
1/2 tsk salt
1 msk hörfræ
3 mjög þroskaðir bananar, stappaðir vel (um 1 1/2 bolli)
1/2 bolli hrein grísk jógúrt frá Örnu
2 stór egg
1/4 bolli fljótandi kókosolía
1 tsk vanilla
1/2 bolli saxaðar valhnetur, pekanhnetur eða súkkulaðibitar

Aðferð

  1. Hitið ofninn í 170°C og setjið bökunarpappír í eldfast brauðform (eða annað form)
  2. Hrærið saman hveiti, sykur, púðursykur, matarsóda, salt og hörfræ í stórri skál
  3. Maukið banana með gaffli og hrærið saman við egg, gríska jógúrt, kókosolíuna og vanilluna í sér skál.
  4. Bætið blautu hráefnunum saman við þurrefnin og hrærið þar til það hefur blandast vel saman.
  5. Setjið deigið í formið.
  6. Bakið brauðið í 50-60 mínútur þar til tannstöngli sem stungið er í kemur hreinn út.
  7. Takið brauðið út úr ofninum og leyfið því að kólna aðeins áður en þið smyrjið það með því sem hugurinn girnist. T.d. möndlusmjöri, hunangi eða vegan smjöri.

Verði ykkur að góðu!

Deila uppskrift á Facebook