Berjapróteinboozt

Hér höfum við girnilega uppskrift af berjapróteinboosti frá Jönu sem er stútfullur af góðri næringu. Þennan verðið þið að prófa.

Innihaldsefni

1 dós laktósafrítt skyr frá Örnu (200 g)
1/2 bolli frosin bláber
1/2 bolli frosin jarðarber
3 steinlausar döðlur
2 msk hörfræ
1 msk chia fræ
1/2 avókadó

Aðferð

  1. Setjið öll hráefni í góðan blandara og blandið vel saman.
  2. Blandan sett í skál og toppað með einhverju skemmtilegu eins og t.d. ristuðum kókosflögum.

Verði ykkur að góðu!

Deila uppskrift á Facebook