Berjajógúrtbaka

Berjajógúrtbaka.

Hér höfum við ótrúlega skemmtilega og ljúffenga útgáfu af eggjaböku en hún er virkilega mjúk og bragðgóð.

Berjajógúrtbakan hentar fullkomlega sem morgunmatur en hún er rosalega holl, stútfull af próteini og annari hollustu enda inniheldur hún fullt af eggjum og grísku jógúrti. Ég mæli með að smakka ef þig langar að prófa eitthvað nýtt og gott.

Uppskrift og myndir frá Lindu Ben.

Innihaldsefni

4 egg

200 g grísk jógúrt með jarðaberjum og vanillu frá Örnu Mjólkurvörum

1 msk kornsterkja (maizenamjöl)

2 dl frosin ber

Hlynsýróp eftir smekk

Aðferð

  1. Kveikið á ofninum og stillið á 170°C, undir og yfir hita.
  2. Setjið eggin í skál og þeytið þau létt.
  3. Bætið grísku jógúrti út í ásamt kornsterkju og vanilludropum.
  4. Setjið smjörpappír í lítið eldfast mót og setjið 1 dl af frosnum berjum í mótið, hellið svo eggjablöndunni yfir og dreifið svo öðrum dl af frosnum berjum yfir.
  5. Bakið í u.þ.b. 25 mín eða þar til bakan er bökuð í gegn.
  6. Skerið í bita og berið fram með hlynsírópi.

Verði ykkur að góðu!

Deila uppskrift á Facebook