Kaldur kaffi og kókos hafragrautur

Kaffi og kókos kaldur hafragautur.

Þessi kaldi hafragrautur er alveg einstaklega bragðgóður, hollur og seðjandi, fullkominn morgunmatur ef þú spyrð mig.

Uppskrift og myndir frá Lindu Ben.

Innihaldsefni

60 g hafrar

60 ml kaffi

60 ml mjólk

2 tsk agave síróp

1 msk döðlur sem skraut

1 tsk vanilludropar

1 skeið vanillu prótein

200 g Grísk jógúrt með vanillu og kókos frá Örnu Mjólkurvörum

Ristaðar kókosflögur sem skraut

Saxaðar Döðlur sem skraut

Aðferð

  1. Blandið öllu saman fyrir utan jógúrtið, kókosflögurnar og örlítið af döðlunum. Látið standa yfir nótt inn í ísskáp.
  2. Toppið með gríska jógúrtinu, ristuðum kókosflögum og nokkrum döðlubitum.

Verði ykkur að góðu!

Deila uppskrift á Facebook