Djúsí brauðbollur fyltar með skinku og osti.
Þessar brauðbollur eru einstaklega góðar og sniðugt snarl fyrir krakkana. Þær líkjast skinkuhornnum nema eru talsvert einfaldari að gera. Maður einfaldlega hnoðar skinkunni og ostinum í deigið eftir hefun, græjar bollur úr deiginu og bakar. Úr verða mjög djúsí osta og skinkufylltar bollur sem allir elska. Sniðugt nesti í skólann til dæmis.
Uppskrift og myndir frá Lindu Ben.
3 ½ dl volgt vatn
2 tsk þurrger
4 d hveiti/fínt spelt
3 dl heilhveiti/gróft spelt
1 tsk salt
½ dl hörfræ
½ dl sesamfræ
2 msk ólífu olía
1 egg
150 g skinka
230 g rifinn mozarella ostur frá Örnu Mjólkurvörum
1 egg hrært til að smyrja ofan á bollurnar.